Marcin Bulka markvörður PSG slapp ómeiddur úr svakalegu slysi í heimalandi sínu Póllandi.
Bulka slátraði Lamborghini bifreið sem hann ók um á og birtust myndir af bílnum gjörónýtum.
Bulka er tvítugur en hann lék með Chelsea áður en hann gekk í raðir PSG, Lamborghini bifreiðin kostar um 40 milljónir.
Það sem verra er að Bulka var með bílinn á leigu á meðan hann dvelur í heimalandi sínu. Mótið í Frakklandi var blásið af vegna kórónuveirunnar.
Bułka er efnilegur markvörður en hann er tæpir tveir metrar og á að eiga bjarta framtíð.