Isco leikmaður Real Madrid er ekki bara með keppnisskap inn á vellinum ef marka má orð eiginkonu hans. Sara Salamo segir að Isco spili alltaf til sigurs þegar á hvita lakið er komið.
Isco hefur upplifað erfiða tíma á vellinum á þessu tímabili vegna meiðsla en Sara fór að ræða ástarlotur þeirra í spænsku sjónvarpi.
„Við vildum ekki ræða þetta í sjónvarpi fyrr en við gætum sagt frá því að við værum að stunda kynlíf á hverjum degi,“ sagði Sara sem er rithöfundur.
Hún hafði ekki eins mikinn tíma þegar hún var að skrifa sína síðustu bók. „Ég var að gefa út bók og á meðan á því stóð þá var það erfitt að gera það á hverjum degi.“
„Það er oft mikið að gera og við erum með börn en Isco er með með mikið keppnisskap þegar við förum inn í svefnherbergi.“