fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Lengjan tekur við keflinu og verður styrktaraðili

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. maí 2020 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1. deild karla og kvenna verður Lengjudeildin á næstu leiktíð en síðustu ár hefur deildin borið nafn Inkasso. Samningurinn er til eins árs með möguleika á öðru ári.

Íslenskar getraunir og ÍTF hafa gert á milli sín samning um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1 deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir árið 2020. Frá og með undirritun samnings bera 1. deild karla og kvenna nafnið Lengjudeildin.

„Það er spennandi knattspyrnusumar framundan og Íslenskar getraunir vilja halda áfram að styðja þétt við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og fyrirtækið hefur gert í áraraðir samhliða öðru íþróttalífi í landinu. Við erum gríðarlega ánægð með að fá tækifæri til að vinna enn frekar með knattspyrnufélögum í landinu og munum leggja kapp á að kynna deildina vel fyrir landanum í góðu samstarfi við félögin í deildunum. Deildin í ár inniheldur feykilega öflug félög með góða dreifingu um land allt, það er okkar von að landsmenn sæki vel leiki deildarinnar á flakki sínu um landið í sumar. ´´ segir Einar Njálsson markaðsstjóri Íslenskra Getrauna.

Lengjan hefur verið áberandi í íslensku íþróttastarfi um langt skeið og kemur nú inn í 1. deildina.

1. deild karla fer af stað 19 júní en deildin átti að hefjast í byrjun maí en eins og aðrar íþróttir hefur allt legið í dvala vegna kórónuveirunnar.

1. deild kvenna fer af stað degi fyrr en tíu lið eru í 1. deild kvenna en 12 lið í 1. deild karla.

„Það ríkir mikil ánægja hjá okkur í ÍTF með nýjan samstarfsaðila fyrir 1.deild karla og kvenna. Það er verið að stíga stór skref í sögu ÍTF með þessum samningi en þetta er í fyrsta skiptið sem samtökin selja nafnarétt að íslenskri knattspyrnu. Við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu enda finnum við fyrir miklum metnaði hjá Íslenskum getraunum. Knattspyrnusumarið er loksins að byrja og okkur hlakkar öllum gríðarlega til. Það ber að þakka Inkasso kærlega fyrir frábært samstarf síðastliðin ár en þeir lögðu ákveðinn grunn sem við vorum staðráðin í að viðhalda og byggja ofan á. Það er því sannarlega fagnaðarefni að fá inn jafn öflugan aðila og Íslenskar getraunir sem hafa stutt frábærlega við íslenskt íþróttalíf í áratugi.“
segir Haraldur Haraldsson formaður ÍTF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló