Neymar, einn tekjuhæsti og frægasti knattspyrnumaður heimsins hafði gefið grænt ljós á nýtt ástarsamband móður sinnar. Nadine Goncalves, móðir Neymar er 52 ára en kærastinn hennar sem nú er fyrrverandi er 30 árum yngri.
Móðir Neymar sparkaði svo drengnum á dögunum. Fjölmiðlar í Brasilíu sögðu frá því að móðir Neymar hafi losað sig við Tiago þegar hún komst að því, að hann hafði verið að sofa hjá karlmönnum.
Goncalves hefur hins vegar ákveðið að fyrirgefa drengnum unga og hafa þau ákveðið að endurvekja sambandið
Nadine og Wagner Ribeiro, faðir Neymar skildu árið 2016. Þau höfðu verið saman í 25 ár þegar þau fóru í sitthvora áttina.
Tiago ku vera tvíkynhneigður og það ætlar Nadine að sæta sig við þrátt fyrir að hafa ekki höndlað þá staðreynd til að byrja með.