fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Segir Hjörvar ítrekað varpa sprengjum: „Hlakka til að troða sokk upp í hann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 16:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður Breiðabliks ætlar að troða sokk ofan í kok þeirra sem hafa ekki trú á sér í sumar. Í Dr. Football og upphitun fyrir Pepsi Max-deildina á Stöð2 Sport er því spáð að Guðjón Pétur Lýðsson verði á bekknum í Kópavogi.

Rætt er um að Guðjón verði öskuillur ef hann verður á bekknum. „Það er bara einn orðinn pirraður af því þú settir þetta upp svona. Guðjón Pétur; það er ekki búið að velja liðið og ef hann er að horfa á þetta þá er hann orðinn brjálaður. Bara útaf þessu,“ sagði Reynir Leósson á Stöð2 Sport í síðustu viku.

Guðjón ræddi málið við Kjartan Atla Kjartan og blæs á þetta. „Ég segi bara áfram gakk, þetta verður skemmtilegt sumar og ef ég byrja ekki inná þá verð ég kominn í liðið fljótlega. Ég held að þetta verði skemmtilegt sumar og ég ætla hjálpa liðinu mínu að verða Íslandsmeistari,“ sagði Guðjón léttur í lund við Kjartan Atla.

Mynd: valli

Hann segir Hjörvar Hafliðason ítrekað hafa reynt að búa til sprengjur í kringum sig. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hjörvar reynir að búa til einhverjar sprengjur. Ég hlakka til að troða sokk upp í hann eins og venjulega. Það hefur áður gerst að einhverjir spá hinu og þessu, ég treysti Óskari og ætla að sanna að ég eigi að vera í liðinu.“

Óskar Hrafn Þorvaldsson er á leið inn í sitt fyrsta ár með Breiðablik og er með nýjar hugmyndir. „Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei upplifað áður, það eru margar nýjar breytur. Spila frá aftasta manni eins oft og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt