Gareth Bale leikmaður Real Madrid er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og veit af því. Hann skilur ekki hvers vegna stuðningsmenn félagsins hagi sér svona þegar á móti blæs.
Zinedine Zidane hefur viljað losna við Bale en ekkert hefur gengið þar, Bale þénar rosalega hjá Real Madrid.
„Það er pressa í hverjum leik, ef við spilum ekki vel þá eru læti. Ég hef upplifað að 80 þúsund einstaklingar hafi baulað á mig, ég skil það ekki. Þegar illa gengur þá áttu von á því að stuðningsmenn þínir standi við bakið á þér og hjálpi þér að komast í gang,“ sagði Bale þegar hann var spurður um málið.
Bale hefur átt frábæra spretti en segist hafa vanist því að láta drulla yfir sig.
„Þeir baula á þig og þér liður illa, þú missir sjálfstraustið. Þú gætir hafi spilað vel en ekki skorað og þú færð slæma dóma.“