Arnór Borg Guðjohnsen, leikmaður Swansea æfir þessa dagana með Fylki í Árbænum. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Arnór Borg fagnar tvítugs afmæli sínu á næsta ári en hann hefur verið í herbúðum Swansea síðustu ár.
Arnór Borg ólst hjá Breiðabliki en faðir hans er Arnór Guðjohnsen og bróðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen.
Arnór er að stíga upp eftir erfið meiðsli en kauði var meiddur í 13 mánuði en snéri til baka með varaliði Swansea í febrúar.
Pepsi Max-deild karla fer af stað 13 júní og gæti Arnór klæðst appelsínugulu.