Ríkisstjórn Bretlands hefur gefið grænt ljós á það að íþróttafélög hefji æfingar að fullum krafti.
Í rúma viku hafa lið á Englandi getað æft í litlum hópum en nú er leyfilegt að setja allt á fullt. Leikmenn þurfa ekki lengur að virða tveggja metra regluna.
Enska úrvalsdeildin mun funda um málið í dag og ræða við fyrirliða félaganna um að hefja æfingar að fullum krafti. Á morgun munu svo félögin kjósa um hvort það verði gert eftir samtöl við leikmenn.
Njósnarar frá deildinni heimsækja félögin til að athuga hvort félögin séu að fara eftir settum reglum.
Njósnarar frá deildinni heimsóttu Liverpool í vikunni þar sem farið yfir málin en einnig var kíkt í heimsókn hjá Southampton. Þar var farið eftir settum reglum.