Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hefur fagnað því í hversu góðu formi leikmenn hans eru.
Leikmenn liðsins mættu ekki til æfinga í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
Solskjær og fleiri stjórar höfðu áhyggjur af stöðu mála og að leikmenn kæmu til baka í lélegu formi með bumbu.
Solskjær er sagður fagna því að enginn hafi bætt á sig og að leikmenn séu í góðu formi en stefnt er að því að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 19 júní.
Manchester United hafði verið á skriði þegar deildin var sett í pásu en liðið á fínan möguleika á Meistaradeildarsæti.