fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Í áfalli eftir að hafa nælt sér í veiruna úti í búð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale markvörður Bournemouth er í áfalli eftir að hafa fengið kórónuveiruna og kveðst hafa farið eftir öllum reglum á meðan útgöngubann var í landinu.

Ramsdale var greindur með veiruna á föstudag fyrir æfingu hjá Bournemouth en hann var ekki með nein einkenni. Hann þarf að vera í einangrun í sjö daga áður en hann fer aftur í próf.

„Þetta var áfall, ég hef ekki hitt neinn og er með þetta,“ sagði Ramsdale sem kveðst aðeins hafa farið út í búð til að versla í matinn og svo aftur heim.

„Ég hef ekki nein einkenni, það hræðir mig að ungur maður í góðu formi sé með hana. Það er ekki frábært að hafa hana en það er gott að ég er einkennalaus.“

Ramsdale þarf að hanga heima næstu daga. „Ég hef farið eftir öllum reglum, ég hef bara verslað í matinn og það hræðir mig. Það eru fleiri sem hafa þetta og ég þarf ekkert að skammast mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær ekki að fara frá United

Fær ekki að fara frá United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja losna við Heimsmeistarann frá Sádí Arabíu – Nokkur félög opna samtalið

Vilja losna við Heimsmeistarann frá Sádí Arabíu – Nokkur félög opna samtalið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari