Pepsi Max-deild karla hefst laugardaginn 13 júní með leik Vals og KR á Hlíðarenda. Umferðin heldur svo áfram á sunnudag og mánudag. Þetta var staðfest nú rétt í þessu
Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22 apríl en hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.
Talið er að allt að sex félög geti sigrað Pepsi Max-deild karla í ár en KR vann deildina með yfirburðum í fyrra. Heimir Guðjónsson er mættur á Hlíðarenda og á að koma Val aftur á toppinn.
Breiðablik er vel mannað lið með Óskar Hrafn Þorvaldsson á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Stjarnan er með tvo öfluga þjálfara og FH ætlar að styrkja lið sitt meira fyrir komandi átök.
Víkingur R er svo með spennandi lið, reynda öfluga leikmenn í bland við unga og spræka. Hvaða lið verður Íslandsmeistari í sumar?