Samkvæmt hlaðvarpsþættinum, Dr Football er Hörður Ingi Gunnarsson skrefi nær því að ganga í raðir FH. FH hefur í allan vetur reynt að kaupa Hörð.
Skagamenn hafa ekki viljað selja Hörð en samkvæmt Dr. Football færist hann nær því að fara til uppeldisfélagsins.
Talað var um að FH myndi borga 3 milljónir fyrir Hörð en að hann myndi gefa eftir launagreiðslur sem hann á inni hjá ÍA. Hörður væri því að borga með sjálfum sér ef rétt reynist.
Hörður er hugsaður sem hægri bakvörður en hann ólst upp í Kaplakrika. Þá kom fram að Valur skoðaði það að kaupa Tryggva Hrafn Haraldsson frá ÍA.
Skagamenn glíma við mikla fjárhagserfiðleika en knattspyrnudeildin tapaði meira en 60 milljónum króna á síðasta ári.