Guðlaugur Victor Pálsson var frábær í sigri Darmstad í næst efstu deild þýskalands í dag.
Guðlaugur hefur verið jafn besti leikmaður liðsins á þessu tímabili og var öflugur í 4-0 sigri á St Pauli í dag.
Guðlaugur lagði upp fyrsta mark liðsins i 4-0 sigrinum strax í upphafi leiks. Guðlaugur skoraði svo seinasta mark leiksins rétt áður en leiktíminn var á enda.
Guðlaugur og félagar eru nú þremur stigum frá öðru sætinu og eiga góðan möguleika á að komast upp.
Rúrik Gíslason var áfram utan hóps hjá Sandhausen er liðið gerði jafntefli við Jahn Regensburg. Samkvæmt þjálfara liðsins er Rúrik ekki í nógðu góðu formi.