Staða knattspyrnufélaga er svört vegna kórónuveirunnar en Manchester United gaf út skýrslu í dag um málefni félagsins. Skuldir félagsins hafa hækkað um 42 prósent á síðustu vikum.
Tekjur félagsins hafa minnkað um 19 prósent miðað við sama tíma í fyrra.
Félagið skuldar nú 429 milljónir punda og hafa skuldirnar hækkað um 127 milljónir punda. Skuldir félagsins eru í dollurum og hefur gengið haft þar áhrif.
Félagið greinir frá því að það þurfi að borga til baka 15 milljónir punda vegna sjónvarpssamninga. Það er eins ástæðan fyrir skuldaaukningu. Tekjur vegna sjónvarpstekna eru niður um 27,7 milljónir punda vegna kórónuveirunnar.
Ljóst er að öll félög finna fyrir ástandinu og gætu mörg þurft að skera niður hjá sér á næstu mánuðum.