fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Íslendingar skulu varast að smella á þetta tilboð

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. maí 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Íslendingar hafa síðustu daga tekið eftir því að viðtal sem á að vera við Birki Bjarnason, landsliðsmann í knattspyrnu hefur birst á samfélagsmiðlum.

Þar er hlekkur sem á að vera inn á frétt á Visir.is en þegar er smellt á hann sést að svo er ekki. Útlitið á síðunni er alveg eins og á Visi en vefslóðin er önnur.

Þar er verið að tala um hvernig Birkir varð ríkur á því að nota Bitcoin og fjárfesta í slíku. Fólki er boðið að smella á hlekki til að taka þátt í slíku. Þetta er fræg aðferð hjá netglæpamönnum til að hafa fé af fólki.

Fleiri frægir Íslendingar hafa verið notaðir í svona aðferðir en vara skal fólk við því að smella á hlekki sem þessa.

Úr fréttinni þar sem reynt er að svindla á fólki:
Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta og fyrirsætan, Birkir Bjarnason, sem nýlega virðist orðinn klár og skarpur kaupsýslumaður.

Í viðtali kynnti hann nýja vettvanginn sem hann hefur notað, eða réttara sagt, verið að prófa sig áfram með síðastliðin tvö ár. Hann segir að þessi nýja „fjármála-glufa” sem getur gert hvern sem er að milljarðamæringi á þremur til fjórum mánuðum. Birkir Bjarnason hvetur Íslendinga til að stökkva á þetta tækifæri áður en stórbankarnir loka fyrir þetta.

Og viti menn, aðeins nokkrum mínútum eftir að viðtalið birtist reyndu stórbankarnir að stöðva útsendinguna. En það var of seint.

Svona birtist færslan á Facebook.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu