fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Ólgan í Garðabæ vindur upp á sig og stelpurnar láta í sér heyra

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 10. maí 2020 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera mikil ólga í Stjörnunni í Garðabæ sem ekki sér fyrir endann á. Máni Pétursson, einn harðasti stuðningsmaður Stjörnunnar sagði fyrir helgi að ástandið í félaginu sé afar slæmt. Vísir.is sagði frá því á dögunum að varaformaður Stjörnunnar og fleiri stjórnarmeðlimir hafi hætt vegna átaka við Sigurð Bjarnason, formann félagsins.

Lítið hefur heyrst um málið síðan en Máni segir stöðuna afar slæma. „Vandamál Stjörnunnar er að félagið er í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli,“ sagði Máni

Þeir aðilar sem hættu í stjórn Stjörnunnar voru allt konur og Máni tók það sem dæmi. „Ég get tekið dæmi sem snýr mér næst. Ég held að það sé ekkert öðruvísi með Stjörnuna eða önnur félagslið eða sambönd á þessu landi að menn eru alltaf svo peppaðir að við þurfa að sýna sterkar konur og þær þurfa að segja sína skoðun og allt þetta. Það er gott og vel og þú segir þetta út á við,“ sagði Máni

„Síðan segja þessar konur að þetta gengur ekki og að við séum ekki að fara vinna þetta svona, að svona hroki og yfirgangur er ekki í boði og þetta þarf að vera betra. Þá byrjar bara typpa félagið að segja „þið þurfið að fara út úr félaginu“. Þetta er bara það sem snýr að mér. Þetta er ekki það sem Stjarnan á að standa fyrir og fyrir mér er félagið búið að tapa gildum sínum.“

Fyrrum leikmenn Stjörnunnar í kvennaflokki virðast taka undir þetta með færslu sem Berglind Hrund Jónasdóttir, fyrrum markvörður félagsins deildir. Þar er bent á það að aðeins einn leikmaður sem varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2016 sé eftir í félaginu. „Af þeim leikmönnum sem tilheyrðu sigursælasta knattspyrnuliði í sem Stjarnan hefur átt er aðeins einn leikmaður sem spilar eða starfar fyrir félagið,“ segir í færslunni.

Fjöldi fyrrum leikmanna taka undir færsluna og endurbirta hana. „Það eitt ætti að vekja upp spurningar og efasemdir um stjórnarhætti og þau gildi sem félagið hefur tileinkað sér.“

Harpa Þorsteinsdóttir sem hætti í vetur eftir frábæran feril tekur undir þetta. „Aðalfundur Stjörnunnar í næstu viku – ég mæti spennt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda
433Sport
Í gær

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Í gær

Arsenal fær 1,5 milljarð í sumar

Arsenal fær 1,5 milljarð í sumar
433Sport
Í gær

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Í gær

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks