fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Svört staða blasir við á Selfossi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 08:32

Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að staðan sé svört hjá meistaraflokkum Selfoss. Félagið á von á því að tekjutap félagsins verði 42 milljónir næstu tvö árin vegna kórónuveirunnar.

Um er að ræða tekjutap í meistaraflokki en karlalið Selfoss í fótbolta leikur í 2. deild en kvennaliðið í Pepsi Max-deild kvenna. Félagið heldur svo úti öflugum meistaraflokkum í handbolta.

Félagið hefur farið fram á samtal við bæjarstjórn Árborgar til að ræða stöðuna og hvort möguleiki sé á stuðningi. „Tekjutap félagsins er mest í handog fótbolta. Áætlað núna fyrir árið er 10-15 milljónir á hvora deild og þá erum við ekki að gera ráð fyrir framtíðartekjum þar sem við í rauninni rennum blint í sjóinn. Styrktaraðilar á næsta ári, maður veit ekki hvað gerist þar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa verið okkur mikilvæg og þau gætu þurrkast út,“ sagði Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss við Fréttablaðið.

Selfoss hefur sett mikla fjármuni í fótboltann sinn síðustu ár. Það hefur borið árangur í kvennaflokki þar sem liðið varð bikarmeistari á síðasta ári en karlalið félagsins komst ekki upp úr 2. deildinni síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“