fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Svört staða blasir við á Selfossi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 08:32

Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að staðan sé svört hjá meistaraflokkum Selfoss. Félagið á von á því að tekjutap félagsins verði 42 milljónir næstu tvö árin vegna kórónuveirunnar.

Um er að ræða tekjutap í meistaraflokki en karlalið Selfoss í fótbolta leikur í 2. deild en kvennaliðið í Pepsi Max-deild kvenna. Félagið heldur svo úti öflugum meistaraflokkum í handbolta.

Félagið hefur farið fram á samtal við bæjarstjórn Árborgar til að ræða stöðuna og hvort möguleiki sé á stuðningi. „Tekjutap félagsins er mest í handog fótbolta. Áætlað núna fyrir árið er 10-15 milljónir á hvora deild og þá erum við ekki að gera ráð fyrir framtíðartekjum þar sem við í rauninni rennum blint í sjóinn. Styrktaraðilar á næsta ári, maður veit ekki hvað gerist þar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa verið okkur mikilvæg og þau gætu þurrkast út,“ sagði Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss við Fréttablaðið.

Selfoss hefur sett mikla fjármuni í fótboltann sinn síðustu ár. Það hefur borið árangur í kvennaflokki þar sem liðið varð bikarmeistari á síðasta ári en karlalið félagsins komst ekki upp úr 2. deildinni síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“