ÍSÍ hefur verið falið að úthluta 450 milljóna kr. stuðningi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar til þess að mæta áhrifum COVID-19. Úthlutun mun bæði snúa að almennum og sértækum aðgerðum.
Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna COVID-19.
Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum vegna þessa. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ. Eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig þessum fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki.