Paulo Dybala, leikmaður Juventus hefur nú verið með COVID-19 sjúkdóminn í meira en sex vikur. Sagt er frá því að Dybala hafi farið í sitt fjórða próf vegna veirunnar og hún sé enn í honum. Dybala fékk það staðfest fyrir sex vikum að hann og unnusta sín væru með veiruna, en fleiri leikmenn Juventus hafa greinst með hana.
Það kemur læknum á óvart að Dybala sé enn að mælast með veiruna í sér en hingað til var talið að hún lifði ekki svo lengi í mannslíkamanum. Dybala er sagður óttasleginn vegna þess og óvíst er hvenær hann losnar við veiruna.
Forráðamenn Juventus hafa ekki áhyggjur af stöðunni, og óttast ekki að heilsa Dybala verði lengi að koma til baka.
Hann hefur ekki verið með einkenni undanfarið en ljóst er að hann þarfa að vera heima hjá sér á meðan veiran er enn að mælast í honum.