Líkur eru á að enska úrvalsdeildin fari af stað í júní, verið er að teikna upp plön til að setja deildina aftur af stað. Stuðningsmenn Liverpool eru hvað spenntastir.
Deildin var sett í pásu vegna kórónuveirunnar en ástandið á Englandi hefur verið afar slæmt.
Þó að ljóst sé að þeir geti ekki fagnað með liðinu þegar það vinnur ensku úrvalsdeildina, í fyrsta sinn í 30 ár.
En sú staðreynd að Liverpool sé að verða meistari er eitt af því sem yfirvöld og deildin hafa áhyggjur af. Óttast er að stuðningsmenn Liverpool muni hópast saman úti á götum Bítlaborgarinnar til að fagna.
Stefnt er að því að æfingar hefjist um miðjan mái og að leikirnir hefjist síðan að nýju 8. júní.
Enska úrvalsdeildin hefur átt í samtali við lögregluna í Liverpool, þar er ótti um að enginn ráði við neitt þegar lærisveinar Jurgen Klopp verði meistarar.