25 af 27 leikmönnum Arsenal hafa samþykkt að taka á sig 12,5 prósenta launalækkun til eins árs.
Frá þessu greinir David Ornstein blaðamaður hjá The Athletic, hann er vel tengdur Arsenal.
Ekki kemur fram hvaða leikmenn eiga eftir að samþykkja þetta en Arsenal eins og fleiri félög vilja keyra þetta mál í gegn.
Arsenal reynir að klára málið með leikmönnum sínum og ætlar félagið að láta leikmenn skrifa undir samkomulag þess efnis.
Leikmenn Chelsea hafa tekið á sig 10 prósenta launalækkun í fjóra mánuði.
Arsenal squad told 25 of 27 agreed cuts up to 12.5% for 1yr. No min/max needed (#AFC wanted all for harmony/savings or at least majority) so will proceed to 📝 with whoever accepted. Possible statement later, more on @TheAthleticUK pod that’s out tomorrow: https://t.co/AXiyHbIKoN
— David Ornstein (@David_Ornstein) April 20, 2020