fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Fólskuleg árás sem Siggi Jóns varð fyrir rifjuð upp á Englandi: Buðu honum peninga til að ræða atvikið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru líflegar umræður á Sky Sports, sjónvarpsstöðinni í vikunni þegar þeir Alan Smith, Gra­eme Sou­ness og Jamie Redknapp hittust í hlaðvarpsþætti vegna útgöngubanns í Bretlandi. Þar voru þeir félagar að ræða um leikmenn sem hefðu getað náð lengra og Alan Smith fyrrum framherji Arsenal, ræddi þá um Sigurð Jónsson. Skagamaðurinn lék með Arsenal en náði ekki að slá í gegn þar.

Sigurður lék með Arsenal frá 1989 til 1991 en þegar umræðan hjá Smith fór fram, minntist hann á annað atvik. Smith taldi að Sigurður hefði getað náð lengra.

„Sig­urður Jóns­son kom upp í hug­ann á mér. Souness, þú fót­braust hann í leik við Ísland og manst ör­ugg­lega eft­ir hon­um,“ sagði Smith á Sky.

Um var að ræða atvik í leik Íslands og Skot­lands á Laug­ar­dals­vell­in­um árið 1985. Brot Sou­ness var mjög ljótt og var atvikið mikið rætt eftir það.

„Hann var miðjumaður sem kom frá Sheffield. Hann var góður á bolt­an­um og fékk bolt­ann frá hafsentum. Hann var mjög öflugur en bak­meiðsli léku hann grátt. Sökum þess hætti hann.“

Ensk blöð höfðu mikinn áhuga á fótbroti Sigurðar og buðu honum meðal annars fjármuni til að ræða það, Souness var skaphundur sem var fastur fyrrir innan vallar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Morgunblaðsins frá þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn