Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, hefur nefnt erfiðasta andstæðing sem hann hefur mætt á ferlinum.
Van Dijk hefur spilað gegn ófáum góðum í gegnum tíðina og aðallega síðan hann gekk í raðir Liverpool.
Það var þó Lionel Messi sem varð fyrir valinu en hann er einn besti knattspyrnumaður sögunnar.
,,Það eru mjög margir erfiðir framherja þarna úti en ég myndi örugglega segja Lionel Messi,“ sagði Van Dijk.
Van Dijk nefndi svo einnig Sergio Aguero, leikmann Manchester City.