fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Höddi Magg ætlaði aldrei að ‘trompast’ – ,,Hef aldrei æst mig til að æsa mig“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. mars 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon var gestur í hlaðvarpsþættinum Spekingar Spjalla sem kom út á fimmtudaginn.

Hörður er Íslendingum kunnur en hann var lengi frábær knattspyrnumaður og fór síðar í heim fjölmiðla.

Hörður hefur lengi verið eitt helsta andlit Stöðvar 2 og Sýn og er landsmönnum kunnur á skjánum.

Hörður hefur þó fengið gagnrýni fyrir að æsa sig of mikið í sjónvarpinu og þá aðallega yfir knattspyrnuleikjum.

Hann segir að æsingurinn sé alveg raunverulegur og að um engar ýkjur séu að ræða.

Hljóðbrot af Herði lýsa leik Keflavík og Fram var spilað í þættinum en þar gat Keflavík tryggt sér titilinn með sigri í lokaumferðinni.

,,Ég hef alltaf haft þá trú að ég hafi aldrei æst mig til að æsa mig. Augnablikið þarf að koma sjálft til þín, ekki láta það gerast,“ sagði Hörður.

,,Í þessu tilfelli, ég var í nákvæmlega sömu stöðu með FH 1989 að vera í lokaleik á heimavelli og verða meistari með sigri. Við töpuðum.“

,,Þegar ég kem til Keflavíkur 1-2 tímum fyrir leik þá skynja ég að menn eru mjög taugaóstyrkir. Ég segi við Magga Gylfa sem var að lýsa með mér að Keflavík væri aldrei að fara að vinna þennan leik.“

,,Svo ná þeir forystu, Fram jafnar og svo kemur þetta sigurmark sem var auðvitað sensation því Keflavík hafði verið með forystuna í þessu móti. Framararnir eru að tryggja sér Evrópusæti þarna undir stjórn Todda Örlygs. Það var mikið undir hjá þeim.“

,,Ég fór aldrei inn í lýsingu og hugsaði: ‘nú ætla ég að trompast’ – það var fræg lýsing eða frægur leikur Tottenham – Manchester City á White Hart Lane, 3-0 í hálfleik fyrir Tottenham í FA Cup og Árni Gautur Arason í markinu hjá City.“

,,Joey Barton er rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks þannig City spilar seinni hálfleik manni færri, þremur mörkum undir en þeir vinna leikinn. Það er oft bara augnablikið. Þetta er eins og þegar Gummi Ben er að lýsa í Frakklandi. Þetta ræðst oft á réttur maður á réttum stað. Þetta augnablik var eitt af þeim eftirminnilegustu í minni lýsingarsögu. Ég fór aldrei með það hugarfar að nú ætlaði ég að segja eitthvað ógeðslega sniðugt eða trompast svo þjóðin heyri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“