fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Manchester United skoraði fimm og fer í átta liða úrslit – Hrap hjá Frankfurt

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 12. mars 2020 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir leiki kvöldsins.

United spilaði við austurríska félagið LASK Linz á útivelli og var í engum vandræðum þar.

Þeir ensku reyndust einfaldlega of stór biti fyrir LASK og rústuðu leiknum með fimm mörkum gegn engu

Þeir Odion Ighalo, Daniel James, Juan Mata, Mason Greenwood og Andreas Pereira gerðu mörk United.

Ragnar Sigurðsson var ekki með FCK sem spilaði við Basaksehir frá Tyrklandi á sama tíma.

FCK tapaði 1-0 á útivelli og er því í fínni stöðu fyrir síðari leikinn í Danmörku.

Basel kom þá öllum á óvart og fór illa með þýska liðið Eintracht Frankfurt en lokatölur í Þýskalandi voru 0-3 fyrir þeim svissnensku.

LASK 0-5 Manchester United
0-1 Odion Ighalo
0-2 Daniel James
0-3 Juan Mata
0-4 Mason Greenwood
0-5 Andreas Pereira

Frankfurt 0-3 Basel
0-1 Samuele Campo
0-2 Kevin Bua
0-3 Fabian Frei

Basaksehir 1-0 FCK
1-0 Edin Visca

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum