fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Jóhann Berg áfram frá vegna meiðsla: Missir hann af leikjum Íslands?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. mars 2020 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley er áfram frá vegna meiðsla og spilar ekki gegn Manchester City um helgina.

Sean Dyche, stjóri Burnley staðfesti þetta í dag en fleiri leikmenn Burnley eru frá þessa dagana.

Jóhann hefur ekki spilað síðustu vikur og hefur lítið getað tekið þátt á þessu tímabili.

Kantmaðurinn hefur í tvígang meiðst illa aftan í læri og einnig á kálfa. Ekki kom fram, hvenær búist er við því að Jóhann nái heilsu.

Ef fram heldur sem horfir er ansi ólíklegt að Jóhann geti spilað með íslenska landsliðinu í umspilinu um laust sæti á EM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum