fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Solskjær segir framtíð Pogba til umræðu innan veggja félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba miðjumaður Manchester United vill ólmur komast inn á völlinn á nýjan leik og gæti spilað gegn LASK í Evrópudeildinni á morgun. Pogba hefur ekkert spilað á þessu ári en meiðsli hafa hrjáð kappann síðustu mánuði.

Miðjumaðurinn og umboðsmaður hans, Mino Raiola hafa ekki farið í felur með það að Pogba vilji fara frá United. Það virðist hins vegar vera breyting á. Daily Mail fullyrðir í dag að Pogba sjái framtíð sína hjá United, hann hefur hrifist af leik liðsins eftir að Bruno Fernadnes kom til félagsins.

Fernandes hefur breytt leik United og virðist Pogba sjá fram á bjartari tíma, Daily Mail segir að Pogba hafi áhuga á að skrifa undir nýjan samning.

,,Það er mikið sagt og skrifað um Paul, við ræðum hans málefni innan veggja félagsins,“ sagði Solskjær sem sagði að framtíð hans væri meðal annars til umræðu.

,,Um leið og hann er heill heilsu, þá er hann nógu góður til að spila fyrir okkur. Ég er viss um að Paul sé spenntur fyrir því að snúa aftur, Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í sitt besta form. Hann hefur verið lengi frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Í gær

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði