fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Er þetta vanmetnasti leikmaður Manchester United?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Manchester City. United er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og var sex stigum frá Chelsea fyrir leikinn í gær.

Chelsea lagði Everton 4-0 en United tókst að svara og lagði grannana sína 2-0 á Old Trafford. Leikurinn var ágætis skemmtun en tvö mörk voru skoruð og það voru heimamenn sem gerðu þau bæði. Anthony Martial skoraði fyrra markið á 30. mínútu eftir laglega aukaspyrnu Bruno Fernandes. Ederson í marki City hefði þó mátt gera betur.

Ederson gerði sig svo sekan um önnur mistök í uppbótartíma er hann henti boltanum á Scott McTominay sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið af löngu færi.

Nemanja Matic átti góðan leik á miðsvæði United en hann hefur stimplað sig inn á síðustu vikum. Talið var að Matic væri á förum frá United en góð frammistaða síðustu vikur, hefur orðið til þess að hann er að fá nýjan samning.

Ef tölfræðin er skoðuð er Matic lykill að því að United vinni leiki, hann hefur byrjað 20 leiki á þessu tímabili og í 14 af þeim hefur United haldið hreinu. Hann ver varnarlínuna vel og þegar lið heldur hreinu, er iðulega auðveldara að vinna leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn