fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Berglind lokuð inni á Ítalíu og veit ekki hvert framhaldið er: „Höfum lítið fengið að tjá okkur um þetta mál“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 8. mars 2020 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu má lítið gera næstu vikurnar. Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að loka Lombardy héraðinu þar sem Berglind býr, ástæðan er COVID-19 veiran sem nú herjar á Evrópu. Veiran hefur herjað hvað verst á Ítalíu og það svæði þar sem Berglind býr, mikill fjöldi fólks hefur látið lífið. Fólki er skipað að fara í sóttkví og framhaldið er óvíst.

Berglind gekk í raðir AC Milan í janúar á láni frá Breiðabliki, næstu vikur verða skrýtnar þar sem héraðið hefur verið sett í sóttkví. ,, Eins og flestir vita þá bý ég á Lombardy svæðinu á Ítalíu sem var lokað í gærkvöldi útaf kórónuveirunni. Komandi frá Íslandi og Vestmannaeyjum, þá er ég í fyrsta skipti með innilokunarkennd. 16 milljónir íbúa lokaðir inni og ekkert hægt að fara…,“ skrifar Berglind á Facebook í kvöld.

Berglind hefur ekki mátt tjá sig um málið en skrifar færslu á Facebook í dag. ,,En það eru ótrúlega margir búnir að senda mér skilaboð og tjékka stöðuna á mér sem ég er mjög þakklát fyrir. Við leikmennirnir hjá AC Milan höfum lítið fengið að tjá okkur um þetta mál og allir þeir fréttamenn sem hafa haft samband við mig fá lítið sem ekkert upp úr mér, þannig ég fékk leyfi til þess að skrifa smá hérna.“

Berglind finnur ekki fyrir neinum einkennum en henni var bannað að mæta í verkefni íslenska landsliðsins, vegna veirunnar.

,,Ég hef ekki fundið fyrir neinum einkennum og er góð. Þetta er ótrúlega skýtin staða að vera í. En við fáum skýr skilaboð á hverjum degi hvað má og hvað má ekki. Varðandi landsliðið, þá var það hundleiðinlegt. En ég virði alla þá ákvörðun sem þau tóku með því að skilja mig eftir.“

,,Annars segi ég bara ást&friður, og öllum er velkomið að hringja í mig því ég hef ágætis tíma núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar