fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Höddi Magg rífur upp boxhanskana og hjólar í gamla félaga: „Drukknir álitsgjafar á föstudagskvöldi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. mars 2020 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilnefningar til Eddunnar voru opinberaðar í gær og vekja þær oft upp mikla umræðu, sitt sýnist hverjum og margir deila um hvaða eigi heima þarna og hvað hefði átt heima þarna þess í stað.

Hörður Magnússon, fyrrum íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport tekur upp boxhanskana í kvöld og veltir málum fyrir sér. Herði var sagt upp störfum síðasta haust, eftir farsælt starf á Stöð2 Sport. Þátturinn sem hann stýrði til margra ára, Pepsi Max-mörkin voru ekki tilnefnd, og stakk Hörður niður penna vegna þess. Þátturinn var afar vinsæll og Hörður einn vinsælasti sjónvarpsmaður Íslands, í seinni tíð.

,,Eddan loksins, tilnefningar varðandi íþróttir. Það er mjög sérstakt að sjá langbesta íþróttaprógram þjóðarinnar ekki tilnefnt, Pepsimörkin,“ skrifar Hörður á Facebook síðu sína í kvöld.

Hörður segir að það komi sér þó varla á óvart, hann viti hvaða fólk ræður för hjá Vodafone sem er eigandi Stöð2.

,,Kemur mér reyndar ekki á óvart vitandi hvers konar fólk er þarna á bakvið tjöldin á suðurlandsbraut. Pepsimörkin voru ekki send til tilnefningar,“ skrifar Hörður.

Ríkharð Óskar Guðnason sem starfar á Stöð2 Sport í dag benti Herði á að allt íslenskt íþróttaefni af Stöð2 hafi verið sent inn til tilnefningar, en færslu Ríkharðs var svo eytt.

Hörður hjólar svo í Kjartan Atla Kjartansson og félaga úr Körfuboltakvöldi sem voru tilnefndir til Eddunnar, segir hann þáttinn iðulega ver með drukkna álitsgjafa. ,,Heldur frekar fyllerískvöld körfuboltans. Drukknir álitsgjafar á föstudagskvöldi. Annállar voru brandari en þetta er tilnefnt. Þurfa menn að hlæja eða gráta?“

Heitar umræður eru um málið og ekki allir sem eru sáttir við hvernig Hörður tekur til máls.

Eftir að fréttin fór í loftið hefur Hörður nú eytt færslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“