fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Rifja upp magnað mark Jóa Kalla: „Betra en hjá Beckham“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. mars 2020 14:17

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester á Englandi rifjar í dag upp mark sem Jóhannes Karl Guðjónsosn, í dag þjálfari ÍA skoraði fyrir félagið fyrir fjórtán árum síðan.

,,Jóhannes Karl Guðjónsson var maður helgarinnar í ensku b-deildinni um helgina en hann skoraði tvö frábær mörk fyrir Leicester í 3-2 sigri á Hull þar á meðal sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Jóhannes Karl, sem var besti maður íslenska landsliðsins gegn Trínidad og Tóbaco í síðustu viku, hefur samið við hollenska félagið Alkmaar frá og með næsta sumri,“ segir í frétt DV um málið frá 2006.

,Ég skoraði einu sinni af löngu fœri í leik með íslenska landsliðinu en það mark var beint úr aukaspyrnu. Þegar ég fékk boltann hafði ég tíma svo ég gat litið upp og sé að markvörðurinn var framarlega. Ég lét því bara vaða, hitti boltann fullkomlega og ég held að markvörðurinn hafi aldrei átt möguleika. Um leið og ég hafði snert boltann vissi ég að hann færi í markið,“ sagði Jóhannes Karl í viðtali við heimasíðu Leicester.

Markið skoraði hann frá miðju vallarins. Jóhannes Karl fékk þá boltann á eigin vallarhelmingi, lék að miðjunni og sendi hann þaðan með hnitmiðuðu skoti yfir markvörðinn, sem stóð framarlega í vítateig sínum. Boltinn sveif óverjandi í markið undir þverslána og í enskum fjölmiðlum var markinu lfkt við frægt mark sem David Beckham skoraði fyrir Manchester United gegn Wimbledon.

Markið var kosið það besta hjá Leicester þetta árið og var Jóhannes kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu