fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Grínast með það í Vals-heimilinu að senda Salih Heimir heim í stríð – ,,Ég tók þessu illa og vildi fara“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 4. mars 2020 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salih Heimir Porca, fyrrum leikmaður Vals og KR, var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í dag.

Draumaliðið er þáttur í umsjón Jóa Skúla og hefur náð miklum vinsældum. Þar fær hann góða gesti til að stilla upp liði með bestu samherjum ferilsins.

Salih Heimir spilaði með Val, Fylki, KR og Breiðablik hér heima en lagði skóna á hilluna árið 2002.

Hann ákvað að yfirgefa Val á sínum tíma fyrir Fylki en sú ákvörðun kom kannski aðeins þá.

Salih Heimir útskýrir þessa ákvörðun í þættinum en hann er með íslenskan ríkisborgararétt en kemur frá Bosníu.

,,Ég reyndi að útskýra fyrir Völsurum á þessum tíma, það sem þeir voru að bjóða mér fyrir að spila, sérstaklega þegar ég kem frá Selfossi, þá spilaði ég fyrir vinnuna og húsnæði. Peningarnir voru ekki miklir, ég fékk fína peninga á Selfossi,“
sagði Salih Heimir.

,,Þeir tjáðu mér á þessum tíma að ef ég myndi standa mig vel þá yrðum við að gera betri samning, gott og vel. Þarna voru menn sem grínuðust með það að ef ég væri ekki hjá þeim þá yrði ég bara sendur heim í stríð. Ég tók þessum tíma illa og ákvað að fara frá þeim.“

,,Fylkir var að safna mannskap og voru að koma upp, það voru sex strákar í U21 landsliðinu.“

,,Ég minni aftur á tímann á Selfossi. Þar var einn skúr! Það var aldrei svona neitt profit, menn voru í vinnunni og börðust fyrir því að komast á æfingar. Það var ekkert verið að bíða eftir einum eða tveimur. Þetta skilaði ekki miklu.“

,,Ég sagði við Magnús að þeir væru að gera kröfur til að verða stórir og sterkir og ég man mjög vel hvað hann sagði: ‘þegar hér verður risastórt hús með sundlaug, íþróttahúsi og aðstæður þá er hægt að kalla þetta stórklúbb en þeir áttu bara einn lítinn skúr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United fór í sendiferð til Frakklands – Skoða tvo mjög efnilega

United fór í sendiferð til Frakklands – Skoða tvo mjög efnilega
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Í gær

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal