Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, hefur tjáð sig eftir lélegt 3-0 tap gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Liverpool var að tapa fyrstu viðureigninni í 44 leikjum og getur ekki sett met með því að fara taplaust í gegnum tímabilið líkt og Arsenal gerði árið 2004.
,,Watford á fyrst og fremst hrós skilið – þeir sköpuðu sín færi og héldu skipulagi og skoruðu þrjú mörk,“ sagði Van Dijk.
,,Við fengum ekki of mörg færi og getum ekkert tekið af Watford. Við þurfum að bæta okkur.“
,,Þetta tal um metið er bara hjá fjölmiðlunum, við reynum bara að vinna hvern einasta leik sem við spilum.“