fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Heiðar Helguson heiðraður þegar Watford lék sér að Liverpool: „Ég mun alltaf elska Heiðar“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 29. febrúar 2020 20:14

Heiðar heiðraður á vellinum í kvöld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvæntustu úrslit tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni áttu sér stað í kvöld er Liverpool heimsótti Watford. Liverpool hefur verið óstöðvandi á tímabilinu og var fyrir leikinn með 22 stiga forskot á toppnum. Liðið hafði ekki tapað leik í 28 umferðum en gerði eitt jafntefli gegn Manchester United.

Watford var óvænt miklu betri aðilinn gegn verðandi meisturum í kvöld og vann sannfærandi 3-0 heimasigur. Ismaila Sarr skoraði tvö fyrir Watford í seinni hálfleik en hann komst ítrekað inn fyrir vörn gestanna. Sarr lagði svo upp síðasta mark leiksins á Troy Deeney til að tryggja Watford ótrúlegan 3-0 heimasigur.

Á vellinum var fyrrum leikmaður félagsins og fyrrum landsliðsmaður Íslands, Heiðar Helguson. Félagið var að heiðra þennan fyrrum framherja félagsins, Heiðar lék með Watford frá 1999 til 2005.

Heiðar var elskaður og dáður af stuðningsmönnum félagsins og var heiðraður á Vicarage Road í dag, 20 ár eru síðan hann hóf að spila fyrir félagið. Stuðningsmenn félagsins hafa rifjað upp tíma hans á samfélagsmiðlum og lofsungið Dalvíkinginn.

Heiðar snéri aftur til Watford á láni frá QPR árið 2009 og skoraði þá 11 deildarmörk í 29 leikjum. Hann skoraði í heildina 66 deildarmörk fyrir Watford.

,,Ég mun alltaf elska Heiðar,“ skrifar einn stuðningsmaður Watford á Twitter í kvöld en fleiri færslur má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki