fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Fékk óvænt símtal frá Mourinho sem bað hann um að snúa aftur á þriðjudaginn – ,,Hann hló nánast eins mikið og ég“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 09:00

Crouch í leik með Stoke.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, reyndi óvænt að fá Peter Crouch til félagsins á þriðjudag.

Crouch greinir sjálfur frá þessu en hann lagði skóna á hilluna í sumar eftir stutt stopp hjá Burnley.

Tottenham er í framherjavandræðum þessa stundina en bæði Heung-Min Son og Harry Kane eru meiddir.

Mourinho hélt um tíma að hann gæti fengið inn neyðarleikmann þar sem tveir af hans bestu mönnum eru meiddir.

,,Þetta var á þriðjudegi þegar síminn minn byrjaði að hringja og óþekkt númer kom upp,“ sagði Crouch.

,,Ég hafði eytt deginum heima og fylgdist með fréttum og hló yfir blaðamannafundi Mourinho.“

,,Ég hugsaði ekki meira um það þangað til síminn hringdi. Venjulega hefði ég ekki svarað en þetta var í gegnum FaceTime sem var öðruvísi. Ég hélt í fyrstu að þetta væri eiginkona mín Abbey.“

,,Þegar ég svaraði þá var þetta ekki Abby heldur Mourinho sem sat á skrifstofunni sinni. Hann spurði mig hvort ég væri tilbúinn“

,,Hann hló nánast eins mikið og ég. ‘Peter! Við þurfum þig, koma svo! Við þurfum þig!’

,,Fjölmiðlafulltrúi Tottenham hafði gefið honum númerið mitt. Eins mikið og ég hefði viljað svara kallinu þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það myndi taka mig enn lengri tíma að komast í stand eftir að hafa lagt skóna á hilluna.“

,,Það er leiðinlegt að segja frá því en ég mun ekki skora mörk í ensku úrvalsdeildinni á næstunni þó að það hafi verið gaman að ræða við Mourinho.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning