Það var gleði á Villa Park á sunnudag þegar gömlu vinirnir Jose Mourinho og John Terry, hittust. Þeir áttu farsælt samstarf hjá Chelsea.
Terry er í dag aðstoðarþjálfari Aston Villa en Mourinho er stjóri Tottenham. Tottenham vann 2-3 sigur með dramatík undir lok leiksins.
Terry og Mourinho hittust fyrir leik og það mátti sjá í andlitum þeirra að gleðin var við völd.
,,Gott að sjá The Boss,“ skrifar Terry á Instagram og birtir myndband af þeim að fallast í faðma.
Myndband af þessu er hér að neðan.