fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Dómarinn og VAR dómarinn báðir fæddir í Manchester

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur umferðarinnar á Englandi fór fram í gær en Chelsea fékk þá Manchester United í heimsókn. Það var nóg undir á Stamford Bridge en United gat minnkað forskot Chelsea í fjórða sætinu niður í þrjú stig.

Fjörið var mikið í London í gær en það var United sem hafði betur að lokum með tveimur mörkum gegn engu. Bæði mörkin voru skallamörk en Anthony Martial gerði það fyrra í fyrri hálfleik og Harry Maguire það seinna, í seinni hálfleik. VAR var að venju í umræðunni yfir leik kvöldsins og voru allavegana tvö umdeild atvik í boði.

Fyrst var það Harry Maguire, fyrirliði Manchester United sem virtist sparka í Michy Batshuayi, framherja Chelsea. VAR skoðaði málið en Anthony Taylor dómar og Chris Kavanagh VAR dómari vildu ekkert gera.

Síðan var það mark sem Kurt Zouma skoraði en dæmt var á bakhrindingu í teignum á César Azpilicueta, sem hrinti Brandon Williams. Það virtist hins vegar vera þannig að Fred hafi byrjað á að hrinda Cezar.

Stuðningsmenn Chelsea eru reiðir og voru fljótir að benda á að bæði Taylor og Kavangh, sem tóku þessa ákvörðun eru báðir fæddir í Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy