fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Solskjær þreyttur á hinum umdeilda umboðsmanni: „Pogba er okkar leikmaður, ekki leikmaður Raiola“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United gat ekki fullyrt hvort Paul Pogba yrði leikfær á þessari leiktíð. Ef Pogba nær ekki heilsu er nánast öruggt að hann hefur spilað sinn síðata leik fyrir félagið.

Pogba fór í aðgerð á ökkla í upphafi árs og hefur ekki náð heilsu, hann hefur verið í Dubai í endurhæfingu síðustu daga.

Pogba vill fara frá United og fer að öllum líkindum í sumar en óvíst er hvort hann geti spilað meira á þessari leiktíð.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba er duglegur að tjá sig um slæmt ástand United og að leikmaðurinn vilji fara burt.

Solskjær virðist vera orðinn ansi þreyttur á þessum ummælum Raiola. ,,Paul er okkar leikmaður, ekki leikmaður Mino,“ sagði Solskjær.

,,Ég hef ekki sest niður með Paul og beðið hann um að láta umboðsmann segja eitt eða neitt, ég hef ekkert talað við Raiola, það er á hreinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land