fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Guardiola lofar því að vera áfram: Leikmönnum City lofað að bannið verði fellt úr gildi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmenn Manchester City eru öruggir um að Pep Guardiola verði hliðhollur félaginu þrátt fyrir dóm UEFA. UEFA hefur sett City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu.

City braut fjárhagsreglur og var dómur UEFA kveðinn upp á föstudag, City ætlar að áfrýja dómnum og telur að hann muni ekki standa.

Guardiola á ár eftir af samningi en verði City ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, telja margir að hann hoppi frá borði. City telur svo ekki vera.

Samkvæmt Sky Sports ræddi Guardiola við leikmenn á laugardag. ,,Sama í hvaða deild þeir setja okku í, þá verð ég hérna,“ sagði Guardiola en hann á rúmt ár eftir af samningi sínum.

Enska úrvalsdeldin gæti refsað City ef bannið stendur, tekið af þeim stig og titla í versta falli.

,,Ef þeir setja okkur í neðstu deild, þá verð ég hérna. Þetta er tíminn til að standa saman.“

Ferran Soriano, stjórnarformaður City tjáði leikmönnum að bannið yrði aldrei að veruleika. ,,Treystið mér eins og ég treysti ykkur, þetta verður fellt niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin