fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Magnús fór í siglingu sem gleymist seint: Vildu ekki hleypa þeim í land – ,,Ef einhver hóstaði þá fór um mannskapinn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Magnús Gylfason var gestur í útvarpsþættinum Bítið í morgun þar sem hann sagði frá ansi áhugaverðri sögu.

Magnús er nýkominn heim til Íslands eftir að hafa fagnað 60 ára afmæli bróður síns á skemmtiferðaskipi.

Corona-veiran gerði farþegum skipsins erfitt fyrir en ástandið í Asíu er slæmt þessa dagana eins og flestir vita.

Sem betur fer greindist ekkert smit á skipi Magnúsar sem tjáði sig um þessa ævintýralegu ferð í þættinum.

„Í grófum dráttum var þetta þannig að við fórum í lúxussiglingu, því bróðir minn var sextugur og flugum alla leið til Guam í Kyrrahafinu og ætluðum að vera þar um borð í sex daga, fimm nætur, á lúxusskipi og fara í land í Manilla. En út af þessari Corona-veiru þá voru Filippseyjar og Manilla búin að loka höfninni fyrir skemmtiferðaskip,“ sagði Magnús.

„Þá voru góð ráð dýr. Skipafélagið ákvað að sigla skipinu til Vietnam. En, á leiðinni þangað, þegar búið var að sigla í um sólarhring, þá kom upp sama staða þar. Þeir vildu ekki fá skip að landi, eða ekki okkar skip, veit ekki hvort það var lokað á öll skip, því það höfðu einhverjir komið um borð í skipið okkar farþegar sem höfðu farið í gegnum Hong Kong í Kína. Og það var nóg til að Víetnam vildi ekki hleypa okkur í land.“

Stefnan var síðar sett á Singapore en gestir skipsins óttuðust hvort þeim yrði hleypt í land þar sem nokkur smit höfðu komið upp þar.

Það reddaðist að lokum en eftirlitið í skipinu var gríðarlegt. Það þurfti að hitamæla farþega tvisvar á sag.

„Það var gríðarlega mikið eftirlit í skipinu. Við þurftum að hitamæla okkur tvisvar á dag: mæta og stimpla sig inn með kortinu sínu. Fara í hitamælingu fyrir hádegi og eftir hádegi alla daga eftir að þetta kom upp.“

,,Það reyndist sem betur fer ekkert smit í okkar skipi og aldrei nein vandamál. En það var þó þetta að það þurfti að margbóka flug þvers og kruss og óþægilegt meðan óvissan var en lúxusinn var mikill í skipinu og það reddaði þessu.“

Magnús bætir við að ferðin hafi þó verið skemmtileg þrátt fyrir að fólk hafi óttast hósta og klæðst grímum á leiðinni heim.

,,Ef einhver hóstaði þá fór um mannskapinn. Menn voru ekki með grímur en á leiðinni heim voru allir með grímur og hitamælingar.“

,,Þetta var sex stjörnu skip með rosalefa flottan aðbúnað. Skemmtiatriðin voru stanslaus og maturinn frábær. Þetta var alveg geggjað en ég var orðin ansi pirraður þar til ég sætti mig við stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening