fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

50 milljóna króna tap KSÍ

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur birt ársreikning sinn fyrir árið 2019 og þar kemur í ljós að sambandið hefur tapað um 50 milljónum króna.

Gert var ráð fyrir 30 milljóna króna hagnaði áður en árið hófst sem eru mikil vonbrigði í alla staði.

Rekstrartekjur sambandsins á árinu voru 1,500 milljónir króna eða 20 milljónum meira en áætlað var.

Af heimasíðu KSÍ:

Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2019 voru rúmar 1.500 mkr., eða um 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarkostnaður var einnig hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða tæplega 1.459 mkr. Rekstrahagnaður ársins fyrir ráðstöfun til aðildarfélaga var tæpar 70 mkr., en á árinu ráðstafaði KSÍ rúmum 120 milljónum króna beint til aðildarfélaga, vegna styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleiri verkefna. Tap samstæðu Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2019 nam því um 50 mkr. Samkvæmt efnahagsreikningi samstæðunnar nema eignir um 1.393 mkr. og bókfært eigið fé í árslok er um 696 mkr.

Í fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir að framlög til aðildarfélaga verði 128,5 mkr. en var rúmar 120 mkr. árið 2019. Framlag KSÍ til barna-og unglingastarfs er áætlað 60 mkr., greiðslur vegna leyfiskerfis rúmar 30 mkr., verðlaunafé móta rúmar 17 mkr. og þá er gert ráð fyrir að hlutur KSÍ vegna ferðaþátttökugjalds hækki úr rúmum 6 mkr. 2019 í 12,6 mkr. árið 2020.

Rekstraráætlun ársins 2020 gerir ráð fyrir 65 mkr. tapi. Helstu skýringar eru 91 mkr. kostnaður vegna áhrifa umspils í mars og aukinn kostnaður við rekstur Laugardalsvallar og landsliða. Við gerð rekstraráætlunar var litið til rekstrar sambandsins til loka ársins 2023 og þær sveiflur sem einkenna rekstrarumhverfi sambandsins metnar. Það er markmið KSÍ að ná hagstæðari samningum við Reykjavíkurborg vegna reksturs Laugardalsvallar og lækka rekstrarkostnað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Færa tvo leiki í Bestu deildinni

Færa tvo leiki í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Í gær

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Í gær

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir