fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Líkir Hermanni við ofurhetju: Hótaði að fótbrjóta hann – ,,Ef það er vandamál þá nærðu bara í mig“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. febrúar 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, rifjaði upp virkilega skemmtilega sögu í þætti gærdagsins.

Þar leyfði Hjörvar hlustendum að heyra í Darren Bent, fyrrum sóknarmanni Tottenham og Sunderland.

Bent var eitt sinn unglingur í liði Ipswich og spilaði þar með fyrrum landsliðsmanninum Hermanni Hreiðarssyni.

Bent lenti einu sinni í veseni fyrir leik gegn Queens Park Rangers og fékk þá hjálp frá ‘ofurhetjunni’ Hermanni.

,,Þegar ég var ungur strákur að koma í gegnum unglingastarf Ipswich þá lékum við gegn QPR á þeirra heimavelli,“ sagði Bent.

,,Ég var þarna 17 ára gamall stressaður í leikmannagöngunum og það er pikkað í öxlina á mér. Danny Shittu stendur þarna og horfir á mig og segir: ‘Ég ætla að fótbrjóta þig í dag ef þú kemur nálægt mér.’

,,Á þessum tíma var ég búinn að skora nokkur mörk og vakti athygli. Hann sagðist ætla að fótbrjóta mig og svo framvegis. Ég skalf allur eftir þetta.“

,,Svo upp úr engu, eins og ofurhetja þá mætti Hermann Hreiðarsson til að bjarga deginum. Hann fór upp að Danny Shittu og sagði: ‘Ekki koma nálægt honum, ef ég sé þig koma nálægt honum þá þarftu að fara í gegnum mig.’ – ég man eftir að hafa hugsað ‘takk Hermann’ því Shittu var risastór náungi.

,,Þegar við vorum að hita upp þá var hann að benda á mig og sagði: ‘Þú færð að finna fyrir því, þú færð að finna fyrir því.’ Í hvert skipti þá sagði Hermann: ‘Ef það eru einhver vandamál þá kemurðu bara og nærð í mig.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney valdi þrjá bestu í enska boltanum á þessu tímabili – Valið vekur mikla furðu

Rooney valdi þrjá bestu í enska boltanum á þessu tímabili – Valið vekur mikla furðu
433Sport
Í gær

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Í gær

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga