Mike Pendridge, má aldrei mæta aftur á knattspyrnuleik í Bretlandi. Haft var upp á honum í gær og hann fékk að vita fréttirnar.
Pendridge reif skaufa sinn út á þriðjudag þegar Newcastle mætti Oxford United í enska bikarnum. Leikurinn var í beinni á BBC og mátti sjá skaufa Pendridge þar.
Sean Longstaff og Joelinton skoruðu mörk Newcastle en Oxford kom til baka og jafnaði í 2-2 Newcastle tryggði sér hins vegar sigur í uppbótartíma og það kætti stuðningsmenn Newcastle.
Pendridge reif þá skaufa sinn út og sveiflaði honum. Atvikið hefur vakið mikla athygli en þyrluflug Pendridge má sjá hér að neðan.