fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Enn bætist á sjúkralista KR: Arnór Sveinn með tognað liðband

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR verður frá næstu vikurnar. Hann meiddist þegar KR vann 2-0 sigur á Val í úrslitum Reykjavíkurmótsins í gær. Fréttablaðið segir frá.

Arnór var borinn af velli í upphafi leiks en Rúnar Kristinsson þjálfari KR staðfestir við Fréttablaðið að Arnór sé með tognað liðband, í ökkla.

Meiðslin ættu ekki að halda Arnóri of lengi frá vellinum, og ætti hann að vera leikfær þegar Pepsi Max-deildin hefst eftir ellefu vikur.

Sjúkralisti KR er langur þessa dagan en Finnur Tómas Pálmason braut bein í fæti á dögunum, þá sleit Emil Ásmundsson krossband og verður ekkert með í ár.

Alex Freyr Hilmarsson sleit krossband í fyrra og er enn að jafna sig, Hjalti Sigurðsson er einnig meiddur en hann var á láni hjá Leikni í fyrra.

Beitir Ólafsson hefur hvílt síðustu mánuði af læknisráði en gæti farið að æfa eftir tvær vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð