fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Eins og David Beckham á djamminu í Reykjavík: Meira áreiti frá körlum en konum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur segir að það sé stundum eins og að vera David Beckham á næturlífinu á Íslandi, eftir að hann varð stórstjarna í hlaðvarpsþættinum, Dr. Football. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en Hjörvar Hafliðason stýrir skútunni. Mikael ræddi þáttinn og nýtt þjálfarastarf við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net í dag.

Í rúmt ár hafa Mikael og Kristján Óli Sigurðsson verið sérfræðingar þáttarins og segir Mikael að meira en 30 þúsund einstaklingar hlusti á hvern þátt. Mikael segir að vinsældir þáttarins hafi orðið til þess að hann sé eins og rokkstjarna í miðbæ Reykjavíkur, þegar hann mætir þangað.

,,Þetta hefur heldur betur slegið í gegn, þetta er fáránlega vinsælt. Maður er orðinn eins og David Beckham á djamminu hérna í Reykjavík, stundum. Meira hjá körlum en konum samt, við þyrftum að bæta kvennaboltanum meira við til að fá meiri athygli þaðan,“ sagði Mikael við Hafliða á Fótbolta.net.

Dr. Football fór fyrst í loftið árið 2018 og hefur þátturinn breytt umræðu um fótbolta á Íslandi, hlutir sem áður fóru ekki í loftið fara í loftið í þættinum. Þeir segjast fara í tæklingar, sem aðrir þora ekki í.

,,Ég og Hjörvar erum góðir vinir, hann byrjaði með þetta sjálfur sumarið 2018 í kringum HM. Þá var ég úti að styðja landsliðið, svo kem ég heim og hann biður mig að koma í einn þátt. Ég mætti í þrjá þætti á einum og hálfum mánuði. Síðan í lok ágúst þá dettum við inn á einn eða tvo þætti, ég og Kristján Óli. Það vita allir hvernig hann getur rifið kjaft, hann veit mikið um fótbolta. Segir sína skoðun. Þetta smellpassaði, þetta var eins og Maradona og Caniggia með Argentínu 1990.“

,,Ég held að þetta sé vinsælt hjá fólki á öllum aldri, ég held að þetta sé skemmtilegt. Að við séum að gera þetta vel, við erum ágætlega tengdir.“

Mikael segir að flestir hafi gaman af þættinum en sumir séu oft pirraðir og láti vita. ,,Ég held að Hjöbbi fái slatta af tölvupóstum, ég hef fengið einn og einn. Ég fæ 99,9 prósent jákvætt, þegar maður er að segja sannleikann þá er erfitt að segja eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“