fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Hazard tók númerið af öðrum leikmanni – ,,Félagið sagði honum að láta mig fá númerið“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, bað aldrei um að fá goðsagnarkenndu sjöuna hjá félaginu.

Hazard var keyptur fyrir risaupphæð frá Chelsea í sumar en hann er meiddur þessa stundina.

Sjöan var í eigu framherjans Mariano Diaz en það var félagið sem sagði honum að láta Hazard fá númerið.

,,Ég fór ekki og spurði hann um númerið, þannig er ég ekki. Ég vissi að tían væri í eigu Modric,“ sagði Hazard.

,,Hjá Chelsea byrjaði ég númer 17. Það var númer Lucas Vazquez. Ég mátti fá treyju 16 en vildi hana ekki.“

,,Ég sagði þeim að láta mig fá treyju númer 50. Félagið sagði þá Marino að láta mig fá sjöuna – þú mátt ekki fara hærra en 25 á Spáni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?