fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

United og Sporting í deilum um verðmiðann á Fernandes

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Sporting Lisbon eru nú að deila um kaupverðið á Bruno Fernandes, miðjumanni félagsins. United vill kaupa Fernandes og Sporting er tilbúið að selja.

Talið er að Fernandes sé á leið til United í þessum glugga vegna fjárhagsvandræða Sporting Lisbon.

Ensk blöð segja að United sé búið að bjóða 50 milljónir punda, og 10 milljónir punda að auki í bónusa. Það fer eftir frammistöðu liðsins og Fernandes, hversu mikið Sporting fær af því.

Sporting vill hins vegar 64 milljónir punda strax, ekki neina bónusa en félögin deila um þessi mál núna.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var spurður út í möguleg skipti eftir 4-0 sigur á Norwich um helgina.

,,Bruno Fernandes? Ég get ekki talað um einstaklinga sem spila fyrir önnur félög en ég get sagt að ég er með stuðning,“ sagði Solskjær.

,,Við erum með stuðning ef það rétta kemur upp í glugganum. Eigendurnir og Ed Woodward, þeir vita hvað við viljum afreka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Deildin sé töluvert frábrugðin öðrum – „Lifir svolítið sínu eigin lífi“

Deildin sé töluvert frábrugðin öðrum – „Lifir svolítið sínu eigin lífi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“