fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Ótrúleg saga hjá nýjustu stjörnu Íslands: Ætlaði að ná langt í annari íþrótt – Kom sér í klípu á Twitter

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eru heldur betur að standa sig vel á Evrópumótinu sem nú fer fram, liðið unnið frábæra sigra á Danmörku og Rússlandi. Liðið mætir svo Ungverjalandi á miðvikudag.

Viggó Kristjánsson, var valinn besti maður vallarins í gær þegar íslenska liðið vann stórsigur á Rússlandi. Saga hans er ansi merkileg, en hann ætlaði sér að ná langt sem knattspyrnumaður, þangað til árið 2014. Þá snéri hann sér aftur að handboltanum.

Viggó var virkilega efnilegur knattspyrnumaður, hann ólst í Gróttu og hóf að spila með meistaraflokki félagsins í fóbolta, aðeins 16 ára gamall. Árið 2011 var komið að því að taka stóra skrefið og var Viggó keyptur til Breiðabliks.

,,Ég var í U17 í báðum íþróttum og þá þurfti maður að velja og ég valdi fótboltann. Ég vildi sjá hversu langt ég gæti náð. Mér fannst ég vera kominn á endastöð hjá Breiðabliki. Ég taldi að ég væri ekki á leið í atvinnumennsku á næstu árum og þá vildi ég ekki vera í þessu lengur. Ég vildi fara aftur í handboltann og sjá hversu langt ég get náð þar,“ sagði Viggó í samtali við Fótbolta.net fyrir nokkrum árum

Ólafur Kristjánsson, þá þjálfari liðsins taldi að Viggó gæti náð langt sem knattspyrnumaður. Viggó var þá aðeins 18 ára gamall en á fyrsta árinu var hann lánaður í ÍR, þar stóð hann sig vel.

Kom sér í klípu á Twitter:
Sumarið 2013 lék svo Viggó 16 leiki með Breiðablik í efstu deild og bikar en það var hans eina tímbil í efstu deild. Ári síðar var Viggó hættur í fótbolta. Það var þetta sumar sem Viggó kom sér í smá klípu, hann setti inn færslu á Twitter um að honum langaði að slátra leikmanni Fram.

,,Óskadráttur: Fram. Einfaldlega til þess að henda þeim úr þessari keppni og slátra leikmanni nr 18,“ bætti hann við í annarri færslu,“ sagði Viggó og átti þar við Aron Þórð Albertsson, þá leikmann Fram.

Blikar fóru í að leysa það mál. ,,Þau mál hafa verið rædd innanbúðar hjá okkar og verið leyst. Við ætlum ekki að dvelja mikið meira við það,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þá aðstoðarþjálfari Blika við Fótbolta.net. ,,Þetta er kúnst og það er erfitt að vera með tæki. Þess vegna verða menn að vara sig.“

Ótrúleg saga frá 2014:
,,Þetta er komið gott í bili. Þó að ég sé ekki gamall þá hef ég verið þónokkuð mörg ár í meistaraflokki. Ég tók ákvörðun að byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur þar er eftir viku. Ég get loksins farið að sleppa einhverjum fótboltaleikjum. Ég get sleppt síðustu umferðinni og það er fínt,“ sagði Viggó í samtali við Fótbolta.net sumarið 2014. Þá hafði hann tekið ákvörðun um að hætta í fótbolta og byrja aftur í handbolta.

Síðan þá hefur Viggó farið hratt upp stigann, hann lék tvö ár með Gróttu hér á landi áður en hann samdi við danska liðið Randers. Í Danmörku stóð þess öfluga skytta sig vel og fór þaðan til West Wien í Austuríki árið 2017.

Það var svo í sumar sem Viggó tók sitt stærsta skref á ferlinum og gekk í raðir Leipzig, í þýsku úrvalsdeildinni. Fimm árum eftir að hafa byrjað í handbolta var Viggó mættur í deild þeirra bestu, hlutirnir hafa gerst ótrúlega hratt hjá þessum öfluga leikmanni. Hann var svo lánaður til Wetzlar í nóvember og fer til Stuttgart, næsta sumar.

Viggó hefur svo unnið sér sæti í handboltalandsliðinu og var frábær gegn Rússlandi í gær, það er vonandi fyrir íslensku þjóðina að Viggó verði i sama stuðinu gegn Ungverjalandi á miðvikudag þegar liðið getur tryggt sig inn í milliriðil með tvö stig.

Tilþrif með Viggó af Vísi.is eru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Í gær

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Í gær

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla