fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Óli Stefán í lífshættu og gat ekki sofið eftir það: „Þrýsta á að ég verði rekinn og missi þar með lifibrauð fjölskyldu minnar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Haustið 2018 hætti ég á góðum vinnustað til þess að sækjast í meiri áskorun á sjálfan mig. Ég hafði verið að vinna á góðum stað en samt sem áður á stað sem ég í raun þekkti of vel. Ég tók ákvörðun á að þrýsta mér úr boxinu á allan mögulegan hátt. Ég endaði á því að fá frábæra vinnu þar sem ég var umvafinn góðu fólki. Á sama tíma ákvað ég að sækja um nám í Noregi sem ég fékk inngöngu í,“ skrifar Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í ítarlegum pistli á Hringbraut sem birtist þar í dag.

Óli Stefán fagnar þar útskrift sinni en hann kláraði UEFA Pro gráðuna í Noregi á dögunum, æðsta gráða sem þjálfari getur náð sér í. 2018 sagði Óli upp hjá Grindavík til að taka við KA, þar sem hann náði ágætis árangri á fyrstu leiktíð í fyrra.

Óli segir frá atviki sem hann lenti í á leið sinni frá Hornafirði, þar sem fjölskylda hans býr, til Akureyrar. ,,Fljótlega eftir að ég er byrjaður í vinnu og námi lendi ég í því, á leið minni á Akureyri, að keyra inn í snjóflóð í Hvalnesskriðum. Ég fer í það ásamt öllu því fólki sem kom að, að reyna að losa bílinn úr flóðinu þegar annað flóð fellur rétt hjá. Þá átta ég mig á þeirri miklu hættu sem ég var í, því það eru þrjátíu metrar þverhnípt niður í stórgrýtta fjöruna.“

Þetta alvarlega atvik hafði gríðarleg áhrif á heilsu Óla og skrifar hann í pistli sínum á Hringbraut. ,, Þegar ég svo kom norður á Akureyri veiktist ég. Líklegt er að ég hafi orðið fyrir einhverju áfalli eftir snjóflóðið því upp úr þessum veikindum fer ég í það að geta ekki sofið. Á þriðja sólarhring gat ég ekki sofið sem endar með því að ég fæ harkalegt kvíðakast. Ég skildi ekkert hvað var að gerast enda hef ég aldrei upplifað svona áður. Ég átti bókstaflega erfitt með andardrátt svo slæmt var kastið. Öll vandamál heimsins hlóðust upp á sama tíma og ég réði ekki við það.“

Óli er óvirkur alkóhólisti og segist þekkja það að leita sér hjálpar, og leitaði hann hjálpar hjá sálfræðingi eftir að hafa lent í þessu atviki. Hann segir líf þjálfarans ekki dans á rósum, fjölmiðlar og aðrir fylgist vel með og kalli oft eftir því að menn verði reknir úr starfi.

,,Þegar þarna var komið við sögu er að byrja mikill álagstími í vinnu og námi. Vinnan mín er að mörgu leiti….eða öllu leiti ólík öðrum vinnum. Þannig er að ég er háður árangri. Enginn árangur og þá hangir vinnan á bláþræði.“

,,Annað sem gerir mína vinnu ólíka öðrum er að það er fólk bókstaflega í vinnu við það að gagnrýna mig og þá sem eru í minni stöðu. Ef ég geri mistök þá eru þúsundir manna sem lesa um það og hafa álit á því. Jafnvel þrýsta sérfróðir menn og þeirra föruneyti eftir því að ég verði rekinn og missi þar með lifibrauð mitt og fjölskyldu minnar. Því verr sem okkur gengur því dýpri verða stungurnar. Ég er nokkuð viss um að það séu ekki mörg störf sem bjóða upp á þetta. Í skóla væri þetta jafnvel flokkað sem einelti, orð sem ég kannast aðeins of vel við.“

Pistil Óla má lesa í heild hérna á Hringbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarna United að ganga í gegnum skilnað – Giftu sig í fyrra

Stjarna United að ganga í gegnum skilnað – Giftu sig í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sætið í hættu eftir sex mörk í 19 leikjum – ,,Erum að leita að öðrum framherja sem er meiri nía“

Sætið í hættu eftir sex mörk í 19 leikjum – ,,Erum að leita að öðrum framherja sem er meiri nía“
433Sport
Í gær

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum