fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433

Conte lét blaðamann heyra það eftir spurningu um Sanchez: ,,Ég er ekki klikkaður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. janúar 2020 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, stjóri Inter, lét vaða í blaðamann á blaðamannafundi eftir leik við Atalanta í gær.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Alexis Sanchez var ekki með Inter í leiknum.

Sanchez hefur verið mikið meiddur síðan hann kom til Inter en var talinn vera heill heilsu fyrir leik gærdagsins.

,,Þú nefnir Sanchez. Herramenn, leikmenn verða að vera heilir til að spila. Ég er ekki klikkaður,“ sagði Conte.

,,Annað hvort er ég hálfviti eða ég er að reyna að særa sjálfan mig. Ég trúi því að einn plús einn séu tveir. Það er eins og einn plús einn séu fimm.“

,,Ef einhver er ekki með þá er ástæða fyrir því. Þetta snýst ekki um að fremja sjálfsvíg eða því ég er klikkhaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll